Erlent bílatímarit myndar 12 nýja bíla á Íslandi

http://www.fib.is/myndir/avantgt_1.jpg
Antonov AN 124.

Blaðamenn og ljósmyndarar frá einu stærsta og útbreiddasta bílatímariti í Evrópu koma til Íslands þann 29. október nk. í þeim erindagjörðum að mynda þá nýju bíla sem þeir telja merkasta á árinu.

Bílarnir verða 12. Þeir eru úr flestum flokkum bíla, allt frá smábílum upp í mestu sport- og lúxusbíla sem yfirleitt fást.


Mikið er í þessar myndatökur lagt og hafa ritstjóri og útlitshönnuður blaðsins verið og hér á landi til að velja tökustaði og hafa þeir notið aðstoðar og leiðsagnar starfsfólks FÍB við það. Bílarnir verða síðan fluttir með Antonov AN 124 risaflutningaflugvél frá Bretlandi til Keflavíkurflugvallar og mun vélin bíða á flugvellinum þá daga sem myndatökur fara fram.
http://www.fib.is/myndir/Antonov_An-124_EFHK.jpg
Antonov flutningavélarnar eru stærstu flugvélar sinnar tegundar sem í umferð eru í heiminum. Bílarnir 12, myndatökubúnaður, ljósmyndarar og blaðamenn ná ekki að fylla vélina og er því laust rými fyrir 5-7 bíla frá East-Midland flugvelli í Bretlandi til Íslands þennan dag, þann 29. október nk.

Ef einhver sem þetta les hefði áhuga á að nýta sér laust flutningsrými í flugvélinni þá er best að senda tölvupóst á stefan@fib.is eða fib@fib.is