Erum að horfa fram á gríðarlega verðhækkun á rafbílum

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, FÍB, seg­ir fyr­ir­hugaðar skatta­hækk­an­ir á raf­bíla munu hafa mik­il áhrif á eft­ir­spurn. Þegar svona breyt­ing­um er slengt fram með litl­um fyr­ir­vara skap­ast ein­hvers kon­ar gull­grafara­til­finn­ing hjá mörg­um að því er fram kemur í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

,,Það er gríðarleg eft­ir­spurn eft­ir raf­bíl­um í augna­blik­inu og end­ur­sölu­markaður­inn hef­ur tekið kipp. Það er lítið fram­boð og verðskrið og ekki ólík­legt að þessu inn­flutn­ingsþaki verði náð fyrr en seinna,“ seg­ir Run­ólf­ur og vís­ar til þess að niður­fell­ing gjalda verði af­lögð þegar skráðir hafa verið 20 þúsund raf­bíl­ar.

Mikil umræða spratt um þetta mál eftir kynningu á fjárlagafrumvarpinu fyrir 2023 í upphafi vikunnar. Þar kemur m.a. fram að nýtt 5% lág­marks­vöru­gjald verður sett á bif­reiðar á næsta ári og mun þá full­ur af­slátt­ur vegna raf­magns­bíla vera úr sög­unni.

Mun hafa mikil áhrif á eftirspurnina

Í umræddu viðtali við Morgunblaðið í dag bendir bendir einnig á lítinn fyrirvara á fyrirhugaðri niðurfellingu á virðisaukaskatt rafbíla munu hafa mikil áhrif á eftirspurnina. Það rifji upp sögur frá fyrri tíð af mönnum sem keyptu sér nýja bíla þegar spurðist af fyrirhugaðri gengisfellingu og seldu þá svo í kjölfarið með hagnaði.

Þvert á stefnumörkun stjórnvalda um árangur í loftslagsmálum

 „Þegar svona breytingum er slengt fram með litlum fyrirvara skapast einhvers konar gullgrafaratilfinning hjá mörgum. Það er gríðarleg eftirspurn eftir rafbílum í augnablikinu og endursölumarkaðurinn hefur tekið kipp. Það er lítið framboð og verðskrið og ekki ólíklegt að innflutningsþakinu [20.000 rafbílar] verði náð fyrr en seinna. Fjármálaráðherra segir á döfinni að koma með eitthvað annað á móti en það liggur ekki fyrir. Að óbreyttu erum við því að horfa fram á gríðarlega verðhækkun á rafbílum. Það er þvert á stefnumörkun stjórnvalda um árangur í loftslagsmálum,“ segir Runólfur.

Runólfur segir ennfremur að óbreyttu erum við því að horfa fram á gríðarlega verðhækkun á rafbílum. Það er þvert á stefnumörkun stjórnvalda um árangur í loftslagsmálum,“ segir Runólfur og víkur að skattlagningu á bensín- og díselbíla.

Í umfjöllunni í Morgunblaðinu kemur fram að áformað sé að hækka eldsneytisgjöld, vörugjöld á bensín, olíugjald og kolefnisgjald um 7,5%. Bein skattahækkun um komandi áramót vegna þessara breytinga sé 8,55 krónur á bensínlítra og 7,6 kr. á díselolíulítra. Miðað við bíl sem eyðir sjö lítrum af bensíni á 100 km og er ekið 18.000 km yfir árið muni skattgreiðslur vegna bensínnotkunar hækka um 11.000 kr. eftir áramót.

Auknar álögur á umferðina og fjölskyldubílinn

„Það eru því í farvatninu gríðarlega auknar álögur á umferðina og fjölskyldubílinn en margt er á huldu um hvernig það verður útfært,“ segir Runólfur Ólafsson í viðtalinu við Morgunblaðið.