ESP í öllum Opelbílum

The image “http://www.fib.is/myndir/OpelMeriva2006.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Opel Meriva - ESP í 2007 árgerðinni.


Litli fjölnotabíllinn Opel Meriva verður frá og með árgerð 2007 með ESP stöðugleikakerfi og rafdrifnum og –hituðum útispeglum og verður hvorttveggja staðalbúnaður. Þar með verða allir bílar Opel sem á markaði eru í Evrópu búnir ESP stöðugleikabúnaði.

Bifreiðaeigendafélögin í Evrópu og EuroNCAP-árekstrarprófunarstofnunin sem er í sameiginlegri eigu þeirra, hafa lengi hvatt til þess að ESP verði í öllum nýjum bílum – líka þeim minnstu og ódýrustu - vegna þess hve mikilvægur öryggisbúnaður ESP er.

Opel Meriva verður lítilsháttar dýrari en árgerð þessa árs var án ESP. Verðhækkunin verður þó að teljast hófleg en í hátollalöndum eins og Danmörku og Noregi verður hún undir 20 þúsundum ísl. króna.