Esso 60 ára í dag

 http://www.fib.is/myndir/Essologo.jpg

Olíufélagið Esso á í dag, miðvikudaginn 14. júní, 60 ára afmæli. Í tilefni þess býður félagið landsmönnum 16 króna afslátt af hverjum eldsneytislítra frá þjónustudælu en 11 króna afslátt í sjálfsafgreiðslu.

Olíufélagið var stofnað 14. júní 1946. Félagið er í dag einkahlutafélag í eigu eignarhaldsfélagsins BNT hf. Fram kemur á heimasíðu Olíufélagsins að markaðshlutdeil þess sé um 40%. Höfuðstöðvarnar eru að Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík en félagið rekur um 100 þjónustustöðvar um allt land auk 13 stöðvar sem þjónusta sérstaklega stórnotendur.

FÍB óskar öllu starfsfólki félagsins til hamingju með afmælið og velfarnaðar í störfum.