Euro NCAP finnur veikleika í tveimur bílum

http://www.fib.is/myndir/Euroncap-logo.jpg
Nýrri árekstrarprófunarlotu hjá Euro NCAP lauk í síðustu viku. Árekstrarprófanir EuroNCAP á nýjum bílum eru fyrst og fremst til þess að stuðla að því að almenningur eigi kost á eins öruggum bílum og verða má. Í prófunarlotunni nú voru rannsakaðir bílar af gerðunum Chevrolet Kalos, Nissan Note, Toyota RAV4 og Land Rover Discovery III.

Nissan innkallar
Prófanir Euro NCAP að þessu sinni leiddu í ljós veikleika í öryggiskerfum tveggja þessara bílategunda: Í Nissan Note fannst galli í Isofix festingu fyrir barnastól sem leiddi til þess að festingin gaf sig þegar öryggi bílsins var prófað gagnvart hliðarárekstri. Rannsókn hjá Nissan í kjölfar þessa atviks leiddi í ljós að sjálf festingin var ekki af nýjustu gerð en auk þess ekki rétt rafsoðin við burðarvirki bílsins. Nissan hefur fullvissað EuroNCAP um að gallinn sé eingöngu í hluta af fyrstu byggingarseríu Nissan Note og hvorki sé eða verði til staðar í bílum þessarar gerðar sem síðar hafa komið eða eiga eftir að koma af færiböndunum. Að auki verði allir bílar með gallann innkallaðir til viðgerðar, eigendum að kostnaðarlausu.

Of seinn loftpúði
Við árekstursprófun á Toyota RAV4 kom í ljós í árekstri framan á bílinn að loftpúði sprakk út of seint. Þetta gerðist vegna þess að rafleiðsla að skynjara í stuðara aftengdist snemma í árekstrinum. Toyota hefur í kjölfarið lagt þessa umræddu rafleiðslu annarsstaðar um bílinn og endurbætt stjórnkerfi loftpúðanna þannig að loftpúðarnir springi út á réttu augnabliki jafnvel þó að skynjararnir í stuðaranum aftengist eftir að árekstur er hafinn og áður en honum er lokið. EuroNCAP hefur árekstursprófað Toyota RAV4 eftir fyrrnefndar lagfæringar. Loftpúðar sprungu út á réttu augnabliki enda þótt rafleiðslur að skynjurum hefðu aftengst.

Toyota innkallar ekki
Hjá Toyota hafa menn haft vitneskju um þennan ágalla áður en EuroNCAP árekstursprófaði hinn nýja RAV4, því að meðan prófanirnar stóðu enn yfir voru endurbæturnar á loftpúðabúnaðinum í RAV4 þegar komnar í framleiðslu. Toyota hefur upplýst EuroNCAP um að ekki sé ætlunin að innkalla þá bíla sem komnir eru í umferð með þessum ágalla.

Claes Tingvall stjórnarformaður EuroNCAP segir það vonbrigði að þessir nýju bílar skuli hvorugur hafa náð fimm stjörnum heldur einungis fjórum. Þá sé það áhyggjuefni að talsverður fjöldi bíla með áðurnefndum göllum sem í ljós komu í prófun EuroNCAP skuli hafa verið seldir almenningi. Nissan eigi þó hrós skilið fyrir að lagfæra þá gölluðu bíla sem þegar hafa verið seldir. „Við álítum að allir þeir sem keypt hafa bíla með öryggisgöllum eigi kröfu á að fá þá galla sem í ljós komu, lagfærða,“ saegir Claes Tingvall.

Hvað varðar fótgangandi sem verða fyrir bílum er hætta á meiðslum með minna móti hvað varðar Toyota RAV4. Bíllinn reyndist annar tveggja jeppa/jjepplinga sem hotið hafa þrjár stjörnur hjá EuroNCAP fyrir þennan þátt. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um hinn nýja Land Rover Discovery sem hlaut aðeins eina stjörnu fyrir þetta. Í flokki stórra jeppa hefur enginn náð hærra en tveimur stjörnum fyrir vernd fótgangandi í prófunum EuroNCAP.

„Honda CR-V var fyrsti jeppinn/jepplingurinn til að ná þremur stjörnum fyrir vernd fótgangandi. Það gerðist í júní 2002. Það er gleðilegt að Toyota hefur nú beint athyglinni að þessum þætti og hversu vel hinn nýi RAV4 kemur út að þessu leyti. Það staðfestir hversu tiltölulega litlar og einfaldar hönnunarbreytingar þarf til og ég hvet aðra bílaframleiðendur til að fylgja fordæminu sem hefur verið skapað.“

í heild stóð Chevrolet Kalos sig verst þeirra fjögurra bíla sem prófaðir voru að þessu sinni. Hann hlaut þrjár stjörnur af fimm fyrir vernd fullorðinna í bílnum. En bíllin stóð sig þó skár heldur en Chevrolet Aveo sem prófaður var í febrúarmánuði sl. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Chevrolet þá gaf EurioNCAP átti einmitt umræddur Aveo að vera endurbætt útgáfa af Kalos.

Helstu niðurstöður prófananna að þessu sinni eru þessar:

Smábílar

http://www.fib.is/myndir/Chevrolet_kalos.jpgCHEVROLET KALOShttp://www.fib.is/myndir/CHEVROLET-Kalos_Front.jpg
Vernd fullorðinna: 3 stjörnur
Vernd barna: 3 stjörnur
Vernd fótgangandi: 2 stjörnur

 



http://www.fib.is/myndir/Nissan-Note.jpgNISSAN NOTEhttp://www.fib.is/myndir/NISSAN-Note_Front.jpg
Vernd fullorðinna: 4 stjörnur
Vernd barna: 3 stjörnur
Vernd fótgangandi: 2 stjörnur



Jepplingar

http://www.fib.is/myndir/Toyota-RAV42006.jpgTOYOTA RAV4http://www.fib.is/myndir/TOYOTA-Rav4_Front.jpg
Vernd fullorðinna: 4 stjörnur
Vernd barna: 4 stjörnur
Vernd fótgangandi: 3 stjörnur


 

Stórir jeppar

The image “http://www.fib.is/myndir/Land_rover_discovery.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.LAND ROVER DISCOVERY IIIhttp://www.fib.is/myndir/LANDROVER-Discovery_Front.jpg
Vernd fullorðinna: 4 stjörnur
Vernd barna: 4 stjörnur
Vernd fótgangandi: 1 stjarna