Evrópukönnun á þekkingu fólks á öryggisbúnaði bíla

http://www.fib.is/myndir/Bosch-logo-en.jpg
Öryggisbúnaður bíla vegur stöðugt þyngra hjá Evrópubúum þegar þeir fá sér nýja bíla. Hvort eða hvaða öryggisbúnaður er í bílnum virðist núorðið skipta marga meira máli en það hversu hagkvæmur bíllinn er í rekstri og hve miklu eldsneyti hann brennir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem sjálfseignarstofnunin Robert Bosch í Þýskalandi lét gera í heimalandinu, í Frakklandi, á Ítalíu, Spáni, Bretlandi, Belgíu og Hollandi.

Miðað við samskonar könnun frá 2004 hefur þekking ökumanna á rafrænum virkum öryggisbúnaði eins og ABS læsivörðum hemlum og ESP stöðugleikastýringu / skrikvörn aukist mjög mikið, en hvort tveggja kerfanna, ekki síst ESP kerfið, eru talin hafa bæði dregið stórlega úr alvarlegum umferðarslysum í álfunni og úr alvarleika þeirra slysa sem urðu þegar á heildina er litið.

Í könnuninni voru svarendur beðnir að nefna mikilvægan öryggisbúnað í bílum. Allir nefndu öryggisbelti og loftpúða og 92% nefndu ABS hemla og 54% ESP. Um það bil þriðjungur þeirra sem nefndu ESP gátu útskýrt hvernig ESP virkar og hvaða gagn það gerir. Þýskir ökumenn stóðu öðrum þjóðum framar í vitneskju um öryggisbúnað bíla og lyftu þeir Evrópumeðaltalinu verulega.

Þetta má sjá nánar á grafísku myndunum hér á eftir.
http://www.fib.is/myndir/ESP-vitneskja.jpg

http://www.fib.is/myndir/ESP-vitneskja2.jpg