Evrópusambandið samþykkir nýja gæðaprófun bíla

Á dögunum  samþykkti Evrópuþingið nýja reglugerð sem lítur að gæðaprófun bíla. Reglugerðin, sem var tvö ár í smíðum, á að tryggja  að neytendur hafi undir höndum bifreiðar sem staðfesti að þær hafi gengist undir raunprófanir.

Upphaf þessara reglugerðar má rekja til útblásturs hneykslisins fræga sem kom upp hjá Volkswagen 2015. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist ætla að læra af mistökunum og að væntingar í útblástursmálum verði að vera ábyggilegar og gegnsæjar en verið hefur fram að þessu.

Laurianne Krid, framkvæmdastjóri Alþjóða samtaka bifreiðaeigenda,FIA Region 1, segist fagna þessari gæðavottun en vottunin fram að þessu hafi að vissu leyti brugðist evrópskum neytendum.

Nýju reglurnar ættu að auka eftirlit með ökutækjum og stuðla að því að endurheimta traust bifreiðaeigenda.Kerfið hefði þurft endurskoðunar við  og hún vonist eftir að framkvæmdastjórnin og aðildarríkin taki þessum breytingum fagnandi.