FÍB aðstoð á Akureyri - meira að gera með auknum straumi ferðamanna

Bílabjörgun á Akureyri annast FÍB aðstoð á svæðinu og þar um kring. Fyrirtækið er leiðandi aðili í flutningum og björgun ökutækja á norðurlandi. Hjá Bílabjörgun starfar einn starfsmaður í fullu starfi sem hefur mikla reynslu og þekkingu af bílabjörgun og flutningum. Bakvaktir og vaktir einnig taka aðrir starfsmenn Car-x sem alla jafna sinna tjónaviðgerðum og skrifstofustörfum. Reynslumikið starfsfólk Bílabjörgunar aðstoðar fljótt og örugglega þegar kallið berst.

Bílabjörgun hefur yfir að ráða þremur bílum. Izuzu með 5 tonna burðargetu og stóran pall Chevrolet 2,5 tonna burðargetu AWD og meðalalagi stóran pall, ásamt gleraugum að aftan fyrir auka bíl Dodge Ram sem notaður er í að sinna vegaaðstoð, draga úr festu og koma mönnum milli staða.

Geymsluhúsnæðið Bílabjörgunar er staðsett á Akureyri og er rúmgott um 300 m2 á stærð og er upphitað. Getur tekið upp í 25 bíla í geymslu. Bíllinn þinn er í öruggri geymslu á meðan þú gengur frá þeim málum sem standa útaf. Við leggjum allt kapp á að lágmarka tjón á ökutækjum, og göngum frá þeim í afar vandað geymsluhúsnæði að drætti loknum.

,,Það segir sig alveg sjálft með auknum straumi ferðamanna á Norðurlandi er meira að gera hjá okkur. Erlendir ferðamannamenn koma hingað í auknu mæli og þeir ekki síður lita til okkar um aðstoð. Þjónustan sem óskað er eftir er af ýmsum toga en keppikeflið okkar er að veita fyrsta flokks þjónustu. Nokkuð er um það að við erum kallaðir út um helgar í viðgerðir en flestir starfsmenn á okkar snærum eru bílvélavirkjar. Það er gefandi að koma fólki í vanda til hjálpar,“ segir Gísli Pálsson hjá Bílabjörgun á Akureyri í spjalli við FÍB-blaðið á ferð okkar um Norðurland