FÍB Blaðið er komið út!

Meðal efnis í þessu sumarblaði FÍB blaðsins eru tvö athyglisverð viðtöl við þá Magnús Scheving sem allir landsmenn þekkja sem frumkvöðulinn að Latabæ og Júlíus Vífil Ingvarsson oddvita borgarstórnar-
hóps Sjálfstæðisflokks í Reykjavík.
Í viðtalinu við Magnús Scheving er reyndar ekkert minnst á Latabæ heldur um þá hlið á Magnúsi sem færri þekkja, en það er bílamaðurinn Magnús Scheving. Magnús hefur allt frá bernsku haft mikinn og lifandi áhuga á bílum og sem fullorðinn maður hefur hann lagt líf og sál í að eignast og hlúa að sígildum bílum sem menningar- og menningarsögulegum fyrirbærum, sem þeir vissulega eru. Hann er gagnrýninn á þann hugsunarhátt margra að bíllinn sé óþurftarfyrirbæri sem réttast sé að leggja hverskonar hindranir í veg fyrir, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.
Í viðtalinu við Júlíus Vifil Ingvarsson ræðir um andúðina gegn bílnum sem nú virðist gegnsýra hugsun furðu margra sem koma að stjórn borgarinnar og ríkisins. Hann fjallar um hraðahindranafárið í borginni og hinn einkennilega samning borgar og ríkis um að leggja hendur í skaut og aðhafast ekkert næstu 10 árin í því að bæta bílasamgöngur og umferð um borgina. Þess í stað á að setja hundruð milljóna af vegafé í það að efla
reiðhjóla- og strætisvagnasamgöngur. 

FÍB Blaðið er í dreifingu þessa dagana til félagsmanna að auki verður blaðið aðgengilegt hér á heimasíðu FÍB fyrir félagsmenn.  

Efnisyfirlit

8   Magnús Scheving í bílaviðtali
16 Sparaksturkeppni FÍB og Atlantsolíu
18 Júlíus Vífill í viðtali
22 Allt á hjólum bílasýning
23 Samgöngusafnið í Skagafirði
24 Rafbílar: Sjá eftir kaupunum
26 Evrópa: Umferðaþunginn í sumar
27 Evrópa: Veggjöldin
28 Chervolet Orlando bílaprófun
30 Mercedes Benz ML 350 bílaprófun
32 Umferðasektir í Evrópu
34 Gangbrautir og hraðahindranir í Rvk
36 Ökugerðið á Akureyri
38 Kaup á notuðum bíl
39 Ökumenn ofmeta sig
40 Lengra á rafheðslunni
41 Fæst og flest hestöfl fyrir peningana
42 Kasthjólið skilar 80 viðbótarhestöflum
44 Show your card og FÍB afslættir
47 Bifreiðaþjónusta