FÍB blaðið er komið út

The image “http://www.fib.is/myndir/23.tbl07-fors.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

FÍB blaðið, síðasta tölublað þessa árs er komið út og hefur því verið dreift til félagsmanna.
Veigamikill hluti blaðsins er helgað 75 ára afmæli FÍB. Stiklað er á stóru í sögu félagsins og starfi þau 75 ár sem liðin eru og Sigurður Hreiðar blaðamaður ritar fróðlega og skemmtilega grein um bíla, bílanotkun, umferð og vegamál á þessu sama tímabili.

Af öðru efni má nefna bílaprófanir, vetrardekkjakönnun ADAC og viðtal við Árna Sigfússon fráfarandi formann FÍB, Kristján L. Möller samgönguráðherra., ferðaþætti, tilboð til FÍB félaga o.fl.

FÍB blaðið er innifalið í árgjaldi félagsins og póstsent félagsmönnum þeim að kostnaðarlausu.