FÍB í Búdapest

Fréttavefur FÍB dvaldi í Búdapest um nýliðna helgi og náði að komast heim milli öskuskýja úr Eyjafjallajökli síðdegis í gær, mánudag. Búdapest er gömul borg og var raunar upphaflega tvær borgir; Buda og Pest á sínum hvorum bakka Dónár. Saga borgarinnar eru jafnframt saga mikilla átaka og valdabaráttu. Keltar munu upphaflega myndað þéttbýli á árbökkunum en undir yfirráðum Rómverja óx borgin og dafnaði. Rómverjar lögðu vegi  og götur, byggðu hús og nýttu volgt vatnið til upphitunar húsa og reistu einnig baðhús og leikhús. Mongólar lögðu borgina undir sig á 13. öld og fer enn miklum

http://www.fib.is/myndir/Wartburg.jpg
Wartburg á fullri ferð á leið út úr borginni í sveitina.
http://www.fib.is/myndir/Hestvagn.jpg
Gömul og ný samgöngutækni í Budapest.
http://www.fib.is/myndir/Bru.jpg
Keðjubrúin yfir Dóna sl. sunniudag. Hjólreiðamenn
mótmæltu bílaumferð þúsundum saman og samgöngur
lömuðust.
http://www.fib.is/myndir/Byssa.jpg
Minjar við Budakastala frá uppreisninni 1956. Ummerki
eftir byssukúlur sjást skýrt á veggnum.

sögum af grimmd þeirra og eyðileggingarmætti. Hinir tyrknesku Ottómanar komu svo til Buda 1529 og réðu borginni að meira og minna leyti í um 140 ár. Þá tóku Habsborgarar við og Ungverjaland varð annar helmingur Hins austurrísk ungverska keisaradæmis. Á þeim tíma var Ungverjaland talsvert víðlendara en nú og átti m.a. land að sjó og hafnaraðstöðu við Adríahafið.

Við Versalasamningana 1918 missti Ungverjaland mikið af landi og freistuðu Ungverjar þess að endurheimta fyrri lendur í bandalagi við Nasistastjórnina í Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni. Ungverjaland varð af þessum ástæðum mikið átakasvæði og sprengd sundur og saman í loftárásum Bandamanna og aftur þegar Sovétherinn undir lok stríðsins sótti inn í landið og hernam það.

Sovésk stjórnvöld og leppstjórnir þeirra í Ungverjalandi voru eins og vænta mátti ekki ofarlega á vinsældalistum heimamanna og svo fór að uppreisn gegn þeim var gerð haustið 1956. Sú uppreisn var barin niður af mikilli hörku og lífið sem áður hafði verið illbærilegt fyrir marga Ungverja varð nú óbærilegt. Mikill fjöld flúði land og allstór hópur flóttamanna kom m.a. til Íslands og fleiri Norðurlanda og settist að.

Ummerki um uppreisnina 1956 eru enn mjög sýnileg víða í Búdapest og eitt hið merkasta er neðanjarðarspítalinn í gömlum ísaldarhellum undir Búdakastala. Meðan bardagar geisuðu uppi á yfirborðinu var gert að sárum hermanna og borgara niðri í skurð- og sjúkrastofum spítalans í hellunum. En þegar Sovétið hafði barið uppreisnina 1956 niður var spítalanum breytt í kjarnorkubyrgi fyrir hina ráðandi stétt. Alger leynd var yfir þeirri starfsemi og fékk almenningur ekkert að vita um þann viðbúnað sem þarna var í Kalda stríðinu gagnvart kjarnorkuárás, né um mánaðarlegar æfingar sem þarna fóru fram. Í hellunum voru miklar birgðir matvæla og hverskyns sjúkragagna auk þess að skurð- og sjúkrastofum var stöðugt haldið við. Allt er þetta í lagi enn þann dag í dag.

Í raun komst ekkert upp um þessa starfsemi fyrr en hjón sem höfðu verið ráðin einhverntíman á tímum  Kalda striðsins til að ajá um allt viðhald spítalans fóru á eftirlaun. Þá þurfti að ráða nýtt fólk til að sjá um að halda öllum rafstöðvum, dælum, vatns- og lofthreinsitækjum sem og lækningatækjum við og skipta um á sjúkrarúmum spítalans hálfsmánaðarlega. Þá komst upp um hvað þarna hafði verið á ferðum öll þessi ár og Ungverjar ákváðu að breyta staðnum snarlega í safn.

Ráðstjórnartökin á almenningi í ríkjum Varsjárbandalagsins tóku mjög að linast eftir að Gorbatsjov komst til valda í Sovétríkjunum. Einna fyrst linuðust sovéttökin á fólki í Ungverjalandi og Ungverjar urðu fyrstir Austantjaldslandanna til að leyfa fólki að ferðast til V. Evrópulanda. Þetta notfærðu sér margir Pólverjar og A. Þjóðverjar framanaf og lögðu á sig ferðalag til Ungverjalands á Wartburg-, Traband-, Skoda- og Moskvitsbílum sínum til að skreppa inn í vestrið, áður en þeirra eigin landamæri til vesturs loks opnuðust endanlega. Sumarið 1989 tóku ofannefndar bifreiðategundir að sjást á vegum og hraðbrautum V. Þýskalands, Austurríkis og fleiri landa að sjást á ferð. Skrifari þessara orða minnist enn þessa sumars og þeirrar eftirvæntingar og gleði fólksins í þessum hægfara og oft stórreykjandi bílum, yfir því að vera að öðlast frelsi til ferðalaga og hreyfanleika.

En nú eru þessir bílar flestir horfnir af vegum og götum hinna fyrrverandi Austantjaldsríkja og orðið nánast hending að rekast á þá í daglegri umferð. Helst virðast Trabantarnir og Wartburgarnir ætla að verða langlífir enda báðir á sinn hátt – sérstaklega þó Trabantinn – tákn frelsisins í augum margra heimamanna af þeirri kynslóð sem reif járntjaldið niður. Moskvitsar eru algerlega horfnir og sömu sögu er að segja af Volgu og Rússajeppum og gömlu Skódabílunum.

Þá eru allar risastóru stytturnar af Stalín, Lenín og Marx horfnar og sömuleiðis stytturnar sem áttu að tákna verkamannaeldhugana sem  steyttu hnefa til himna og horfðu haukfránum sjónum fram á hinn sovéska veg. En Ungverjar hafa þó ekki brætt þessa undarlegu höggmyndalist upp heldur safnað henni saman í einn risastóran höggmyndakirkjugarð utan við Búdapest.