FÍB kynnir nýja ásýnd og fréttavef – opið hús í dag!
Í dag eru tímamót hjá FÍB, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, þegar félagið kynnir nýtt útlit og endurnýjað kennimerki (lógó) sem endurspeglar nútímalegri og kraftmeiri ásýnd. Um leið fer í loftið nýr og glæsilegur fréttavefur félagsins: FÍB Fréttir – www.fibfrettir.is.FÍB Fréttum er ætlað að vera lifandi og upplýsandi miðill fyrir félagsmenn og allt áhugafólk um bíla, samgöngumál og réttindi neytenda. Þar verða birtar nýjustu fréttir, greinar og gagnlegar upplýsingar sem snerta daglegt líf bíleigenda og vegfarenda.
Við viljum skapa virkt og opið samtal við félagsmenn, bílaeigendur og aðra áhugasama, og hvetjum alla til að senda inn efni til að efla umræðuna.
Í tilefni þessara tímamóta bjóðum við félagsmenn, velunnara og alla áhugasama hjartanlega velkomna í höfuðstöðvar FÍB að Skúlagötu 19, Reykjavík, í dag milli kl. 10:00 og 15:00. Þar gefst kostur á að kynna sér starfsemi félagsins, hitta starfsfólk og fá sér köku og hressingu.