FÍB Trygging með enn betri tryggingakjör en áður

 

Stórlækkuð sjálfsábyrgð í kaskótryggingum bíla

Samningur FÍB og Varðar Íslandstryggingar tryggir félögum í FÍB að jafnaði betri kjör í bifreiðatryggingum og fleiri tryggingum samanborið við kjörin sem öðrum bjóðast á markaðnum hér á landi. Þeir sem eru skuldlausir félagar í FÍB njóta þessara sérkjara og eiga rétt á að fá útgefið vátryggingaskírteini hjá FÍB Tryggingu. Með því að fylkja sér um FÍB Tryggingu geta bíleigendur tryggt eigin hag og fest hagstæðari iðgjöld í sessi.

Miklu lægri sjálfsábyrgð

FÍB Tryggingartakar bera nú lægri sjálfsábyrgð á kaskótryggingum bifreiða, komi til tjóns. Þetta virkar þannig að þeir sem eru með FÍB Tryggingu og borga iðgjald miðað við 80.000 króna sjálfsáhættu í kaskótryggingu bifreiða,  þurfa aðeins að borga 40.000 kr. komi til kaskótjóns. Til viðbótar njóta FÍB félagar sem fyrr eftirfarandi vildarkjara:

Félagi sem eingöngu ábyrgðar- og kaskótryggir bifreið hjá FÍB Tryggingu nýtur bílaleiguréttinda vegna kaskótjóns í allt að fimm daga.

FÍB félagar sem eru með heimilistengdar tryggingar hjá FÍB Tryggingu bera í tjónstilfellum hvorki meira né minna en 50% lægri eigin áhættu í heimilis- og húseigendatryggingum samanborið við almenna skilmála um eigin áhættu hjá Verði Íslandstryggingu.

Sé reynt að verðmeta þessi sérkjör þá þýða þau, fyrir venjulega fjölskyldu sem býr í eigin húsnæði og á og rekur einn bíl, sparnað sem er að minnsta kosti álíka mikill og fjögur eða fimm félagsgjöld í FÍB á hverju ári. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að hagstæðustu tryggingar sem völ er á á Íslandi í dag eru aðeins einn af kostum þess að vera félagi í FÍB

FÍB hvetur félagsmenn sína til að gera verðsamanburð á iðgjöldum trygginga. Eitt símtal getur skilað sér ríkulega. Tryggjum virka samkeppni og ódýrari tryggingar.

FÍB Trygging, Sætúni 8, 105 Reykjavík,  sími: 511 6000.