Fleiri Evrópulönd að banna reykingar í bílum

Frá og með árinu 2021 tekur í gildi reglugerð í Belgíu er varðar reykingar í bílum. Reglugerðin lítur að því að með öllu verði óheimilt að reykja í bílnum þar sem í eru ófrískar konur og börn undir 18 ára aldri. Svipaðar reglugerðir hafa þegar tekið gildi í nokkrum Evrópulöndum eins og í Frakklandi, Ítalíu og Austurríki.

Engum sektum verður beitt fyrst um sinn. Stjórnvöld víða í Evrópu ætla að fylgjast vel með gangi mála en raddir verða æ hávari að beita sektum ef reglugerðinni verði ekki fylgt eftir.

Bretar fóru þó sína leið í þessum efnum fyrir fimm árum síðan þegar breska þingið samþykkti bann um reykingar í bílum og sektarákvæðum yrði beitt. Sektin nemur 50 pundum í hverju tilfelli.

Lögin voru sett til að vernda börn fyrir óbeinum reykingum. Árið 2015 kom fram í breskri rannsókn að hátt í hálfmilljón barna verða fyrir óbeinum reykingum í bílum í Bretlandi í hverri viku.