Ford Fiesta söluhæsti bíllinn á Bretlandseyjum

Ford Fiesta var söluhæsti bíllinn á Bretlandseyjum 2019. Alls seldust 77.833 bílar af þessari tegund.

 Volkswagen Golf var í öðru sæti, þar sem bíllinn hefur verið síðustu tvö ár,  með 58.994 bíla. Ford Focus var þriðji söluhæsti bíllinn með 56.619 bíla. Rétt þar á eftir komu Vauxhall Corsa, Mercedes Benz A-Class2 og Nissan Qashquai.

 Sala á nýjum bílum í Bretlandi  minnkaði um 2,4% á síðasta ári. Það sem vekur hins vegar athygli er að sala á bensínbílum jókst um 2,2 á milli ára. Sala á dísil bílum minnkaði hins vegar um 21,8%. Enn sem komið er hefur sala á rafbílum í Bretlandi ekki náð flugi en eykst samt með hverju árinu.