Ford S-Max bíll ársins í Evrópu

http://www.fib.is/myndir/Billarsins07-litil.jpg
Stórfjölskyldubíllinn Ford S-Max var valinn bíll ársins í Evrópu nýlega. Næstir komu Opel Corsa og Citroen C4 Picasso.

Í dómnefndinni sem velur bíl ársins í Evrópu sitja 58 bílablaðamenn frá 22 löndum. Eins og vænta má eru skoðanir skiptar milli blaðamannanna enda eru bæði smekkur og þarfir og svo auðvitað tolla- og skattareglur um bíla mismundandi eftir löndum. Niðurstaða dómnefndarinnar gæti þótt sérkennileg að þessu sinni en ef til vill ekki svo mjög í ljósi fyrrnefnds mismunandi bakgrunns dómnefndarfólksins. En semsé féllu atkvæði þannig að þessu sinni að óvenju margir, eða 19 greiddu Ford S-Max atkvæði í annað sætið en einungis sjö þeirra völdu hann í fyrsta sætið. Hin mörgu atkvæði í annað sætið dugðu því hreinlega bílnum til að hreppa fyrsta sætið þar sem dómnefndin var ekki jafn einhuga um einn og sama bílinn í fyrsta sætið.

En sigurinn var naumur því að Fordinn hlaut 235 stig en Opel Corsan 233. Í þriðja sæti lenti svo Citroen C4 Picasso með 222 stig. Í næstu sætin röðuðust svo Skoda Roomster, Honda Civic, Peugeot 207, Volvo C30 og Fiat Grande Punto.

Ford S-Max er hábyggður bíll af þeirri gerð sem kallaðir hafa verið fjölnotabílar. Hann er byggður á sama grunni og Volvo S80 og um 80% af þeim hlutum sem bíllinn er byggður úr eru þeir sömu og í Volvónum. Vélin er sú sama; fimm strokka túrbínubensínvél, 220 hestafla og skilar þessum rúmlega eins og hálfs tonns þunga bíl í hundraðið á 7,9 sekúndum. Hægt er að velja milli fimm eða sjö sæta innréttinga. The image “http://www.fib.is/myndir/Billarsins07-stor.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Bílar ársins í Evrópu til þessa

Frá því að bíll ársins í Evrópu var fyrst valinn hafa 18 tegundir unnið titilinn. Fiat er sú tegund sem oftast hefur sigrað eða átta sinnum Renault sex sinnum og Ford fimm sinnum. Röðin er annars þessi frá upphafi og til þessa dags:
1964 Rover 2000

1965 Austin 1800

1966 Renault 16

1967 Fiat 124

1968 NSU Ro80

1969 Peugeot 504

1970 Fiat 128

1971 Citroën GS

1972 Fiat 127

1973 Audi 80

1974 Mercedes 450 S

1975 Citroën CX

1976 Simca 1307-1308

1977 Rover 3500

1978 Porsche 928

1979 Simca-Chrysler Horizon

1980 Lancia Delta

1981 Ford Escort

1982 Renault 9

1983 Audi 100

1984 Fiat Uno

1985 Opel Kadett

1986 Ford Scorpio

1987 Opel Omega

1988 Peugeot 405

1989 Fiat Tipo

1990 Citroën XM

1991 Renault Clio

1992 VW Golf

1993 Nissan Micra

1994 Ford Mondeo

1995 Fiat Punto

1996 Fiat Bravo/Brava

1997 Renault Scénic

1998 Alfa Romeo 156

1999 Ford Focus

2000 Toyota Yaris

2001 Alfa Romeo 147

2002 Peugeot 307

2003 Renault Mégane

2004 Fiat Panda

2005 Toyota Prius II

2006 Renault Clio

2007 Ford S-Max