Ford vill auglýsa í fjölmiðlum samkynhneigðra í Bandaríkjunum

The image “http://www.fib.is/myndir/Fordlogo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Reuters fréttastofan greinir frá því að Ford Motor Co. hafi fyrr í dag tilkynnt að fyrirtækið myndi framvegis auglýsa í blöðum og tímaritum samkynhneigðra og að dregin væri til baka fyrri ákvörðun að hætta að auglýsa Jaguar og Land Rover í fjölmiðlum sérstaklega ætluðum samkynhneigðum.
Í bréfi frá Joe Laymon aðstoðarforstjóra almannatengsladeildar Ford sem sent var til nokkurra samtaka homma og lesbía og til mannréttindasamtaka í Bandaríkjunum og birt er heimasíðum Ford í Bandaríkjunum, er fullyrt að Ford ætli framvegis að auglýsa öll átta vörumerki sín í fjölmiðlum samkynhneigðra ekkert síður en annarsstaðar. Í bréfinu segir m.a: „Von mín er sú að þetta bréf afmái allar efasemdir um áhuga Ford á því að beina auglýsingum sínum til allra þeirra sem máli skipta og að við viljum slá striki yfir þetta mál.“