Formúlustjarna fallin frá

Eitt mesta stórmenni í sögu Formúlunnar, Ástralinn Sir Jack Brabham lést í gær 88 ára að aldri. Hann varð þrisvar heimsmeistari í Formúlu 1 og enn oftar mjög nálægt heimsmeistaratitlinum. Formúlan er, svipað og heimsmeistarakeppnin í Ralli þannig að keppendur safna stigum í keppnislotum tímabílsins og sá stigahæsti hlýtur svo heimsmeistaraatitilinn hverju sinni.

Sinn fyrsta sigur í Formúlukeppni eða Grand Prix vann Brabham í Monaco árið 1959 sem sennilega er frægasta lotan í hinni árlegu keppni um heimsmeistaratitilinn. Alls keppti Brabham á keppnisferli sínum í 126 formúlukeppnislotum og stóð 14 sinnum uppi sem sigurvegari. Síðasta formúlukeppnislotan sem hann tók þátt í fór fram á Kyalamibanan brautinni í S. Afríku árið 1970, sama árið og Brabham lagði hjálminn á hilluna og hætti keppnisþátttöku.

Jack Brabham er eini keppandinn í sögu Formúlunnar sem sigrað hefur, og það ítrekað, í Grand Prix keppni á bílum hönnuðum og byggðum af honum sjálfum. Brabham keppnisliðið sem hann stofnaði og stjórnaði lengstum hefur ætíð staðið mjög framarlega og tvisvar unnið heimsmeistaratitla, sigrað 35 sinnum og 106 sinnum samtals hafa ökumenn liðsins staðið á verðlaunapalli eftir Grand Prix keppni.