Fórnarlamba umferðarslysa minnst

Á sunnudag, þann 17. nóvember, á alþjóðlegum minningardegi fórnarlamba umferðarslysa, verður haldin minningarathöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Athöfinin hefst kl. 11.00 með því að minnst verður látinna og þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu, verða heiðraðar. Starfshópur innanríkisráðuneytisins um Áratug aðgerða í umferðaröryggi gengst fyrir minningarathöfninni en í honum eru fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Öryrkjabandalagsins, Vegagerðarinnar, innanríkisráðuneytisins, Félags íslenskra bifreiðaeiganda, Landssambands hjólreiðamanna, Umferðarstofu, Landlæknisembættisins, velferðarráðuneytisins, Sniglanna, tryggingarfélaga, Lögregluskólans og Rannsóknarnefndar umferðarslysa.
Landsmenn eru hvattir til að minnast á þessum degi þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni og þá sérstaklega á milli klukkan 11 og 12. Öllum er velkomið að taka þátt í athöfninni í Fossvogi en fólk er hvatt til að gæta þess sérstaklega að ökutækjum sé ekki lagt þannig að þau hindri aðgengi að bráðamóttöku Landspítalans. Farið hefur verið þess á leit við trúfélög og söfnuði að þeir minnist fórnarlamba umferðarslysa í hugleiðslu og predikunum dagsins.
Dagskrá:
• 10:45 Mæting starfsstétta: Lögreglu, sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn, björgunarsveitamenn, áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, rannsóknarnefndar samgönguslysa, læknar og hjúkrunarfólk.
LENDING ÞYRLU LHG: Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir við Bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi. Á sama tíma verður mætt með LÖGREGLUBIFREIÐAR OG BIFHJÓL, BJÖRGUNARSVEITABÍL, SJÚKRABÍL OG SLÖKKVIBIFREIÐ: Menn þurfa á þessum tíma að vera tilbúnir að stilla þessum ökutækjum upp við þyrluna.

• 11:00 Gestir koma saman við þyrlupallinn.
• 11:08 Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, setur samkomuna.
• 11:10 Innanríkisráðherra flytur ávarp.
• 11:15 Mínútu þögn
• 11:16 Stjórnandi kynnir Ólaf Ingvar sem fyrir 15 árum varð valdur að banaslysi og deilir reynslu sinni og frásögn með viðstöddum.
• 11:21 Stjórnandi kynnir Ellen Björnsdóttur, hjúkrunarfræðing á bráðamóttöku Landspítalans Fossvogi, sem segir frá reynslu sinni af aðhlynningu fólks eftir alvarleg umferðarslys.
• 11:26 Stjórnandi segir athöfn formlega lokið og boðið er til kaffis í bílageymslu bráðamóttökunnar.

http://www.fib.is/myndir/fornarlamb-umferdaslysa.jpg