Fórnarlamba umferðarslysa minnst víða um land

Árlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa var haldinn í gær en þetta var í áttunda sinn sem minningardagurinn er haldinn hér á landi. Það eru  Samgöngustofa og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum.

Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og hliðstæð athöfn fór fram víða um heim undir merkjum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. 

Í ár var kastljósinu sérstaklega beint að erfiðum aðstæðum aðstandenda eftir umferðarslys. Þá voru viðbragðsaðilar sem vinna á vettvangi umferðarslysa heiðraðir.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti ávarp á minningarstundinni í Fossvogi sem og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.