Frakkland tekur upp landamæraeftirlit á ný

The image “http://www.fib.is/myndir/France-flag.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Ákvæði um þjóðaröryggi í Schengen-samningnum um opin landamæri gefa einstökum ríkjum innan Schengen samstarfsins heimild til að setja á landamælaeftirlit við landamæri sín. Frakkar hafa nú gert það og tekið á ný upp vegabréfaskoðun við landamæri að öðrum Schengen ríkjum. Ástæðan er hryðjuverkaárásin í London á dögunum.
Nicolas Sarozy utanríkisráðherra Frakklands segir að landamæraeftirlitið sé tekið upp nú til þess að verja landið gegn hryðjuverkamönnum. -Ef við tökum ekki upp landamæraeftirlit eftir að  hálft hundrað fólks hefur verið drepið þá veit ég ekki hvenær við ættum að gera það,- sagði ráðherrann við Reuters fréttastofuna.
Frakkland hefur áður fært sér í nyt ákvæðin fyrrnefndu í Schengen samningnum í tengslum við stórviðburði í íþróttum og heimsóknir þjóðhöfðingja til Frakklands. Utanríkisráðherrann vildi ekki tilgreina hversu lengi væri ætlunin að halda eftirlitinu úti í þetta sinn. Íslenskum ferðamönnum í Evrópu er því bent á að hafa ávallt vegabréf meðferðis þegar þeir eru á ferðinni, ekki síst ef ætlunin er að fara inn yfir frönsk landamæri.