Framkvæmdir við Fossvogsbrú hafnar
Framkvæmdir við Fossvogsbrú eru hafnar en fyrsta skóflustungan var tekin í morgun. Brúin er fyrsta framkvæmdin í borgarlínuverkefninu.
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri, Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, voru mætt á athöfnina í dag og tóku öll skóflustungur.
Fossvogsbrúin er hluti af Samgöngusáttmálanum og er fyrsta stóra framkvæmdin í borgarlínuverkefninu. Brúin tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík. Áætluð verklok eru 1. nóvember 2026 fyrir þennan hluta verksins en gert er ráð fyrir að Fossvogsbrú verði tilbúin um mitt ár 2028.
English

