Framrúða sem aldrei þarf að skafa

Í vetur hafa margir Íslendingar þurft að skafa snjó og ís af framrúðum bíla sinna áður en lagt var af stað í vinnuna. Ekki sérlega skemmtilegt verkefni, en nauðsynlegt.

En nú boðar Volkswagen oss mikinn fögnuð því VW í samvinnu við Fraunhofer Institute for Surface Technology (IST) hefur þróað nýja bílrúðu, þá fyrstu í bílasögunni sem engan ís né snjó festir á, þótt ekkert sé í henni hitaelementið.

Leyndardómurinn er fólginn í þunnri gegnsærri filmu úr efni sem heitir indiumtennoxid sem sett er á rúðurnar. Tækniundrið að baki þessu nefna menn „low thermal emissitivity.“ Það táknar eiginlega að filman einangrar rúðuna og kemur í veg fyrir að hún kólni niður fyrir frostmarkið þótt hressilega kólni í veðri. Filman kemur einnig í veg fyrir hitaútgeislun innan úr bílnum og út um rúðuna.

Tæknimenn VW fullyrða að þótt frostið fari niður í -18 gráður festi hvorki snjó né ís á rúðum með þessari indiumtennoxid-filmu.