Framúrakstur bannaður í Mosfellsdal

Vegagerðin hófst í gær handa við að mála heila línu á þeim kafla Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal. Víghóll, íbúasamtök Mosfellsdals, fagna þessu framtaki. Þar með verður framúrakstur bannaður á kafla í Mosfellsdalnum þar sem fjöldi afleggjara liggur að veginum.

Fyrr í vikunni gáfu samtökin út yfirlýsingu þess efnis að ef ekki yrði málað á næstu dögum væru íbúar tilbúnir með málningarfötur og tækju málin í eigin hendur. Bana­slys varð á veg­kafl­an­um sl. laug­ar­dag og ákvað Vega­gerðin í kjöl­farið að banna framúrakst­ur.

Vega­gerðin ákvað að bregðast strax við með þess­um hætti. Vegagerðin hef­ur verið unnið að deili­skipu­lagi ásamt sveit­ar­stjórn þar sem gert er ráð fyr­ir tveim­ur til þrem­ur hring­torg­um á veg­in­um. Í þá vinnu verður þó lík­leg­ast ekki farið fyrr en á næsta ári. Deili­skipu­lagið er enn í aug­lýs­ingu.