Fyrrverandi forstjóri VW ákærður

Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílaframleiðandans, Volkswagen,  hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í hinu fræga útblásturssvindli sem upplýst varð árið 2015. Það var embætti saksóknara í borginni Braunschweig sem komst að niðurstöðunni.

Fjórir samstarfsmenn Winterkorns er einnig ákærðir í málinu. Winterkorn lét fljótlega af störfum hjá Volkswagen þegar upp komst um svindlið 2015. Í stuttu máli þá var komið fyrir hugbúnaði eða forriti í tölvum bílanna sem skynjaði það þegar byrjað er að mengunarmæla þá. Búnaðurinn gangsetur þá hreinsibúnaðinn í útblásturskerfi bílsins sem annars er lítt eða ekki virkur í venjulegri daglegri notkun hans.

Þetta þýddi að mengunarmælingin sýndi mjög fegraða mynd af losun NOx sambanda og sótagna sem eru krabbameinsvaldar. Þær mengunartölur sem svona fengust og voru skráðar í gerðarviðurkenningarskjöl bílanna voru því hrein og bein fölsun. Niðurstöður mengunarmælinga voru forsenda þess hvort og í hve miklum mæli bíllinn varskattlagður bæði við kaup og í notkun.

Þess má geta að Winterkorn hefur alla tíð alfarið neitað sök í málinu.