Fyrsta ársfjórðunginn var samdráttur 74% í bílasölu í Evrópu

Bílasala fyrsta ársfjórðung þess árs í Evrópu drógst saman um heil 74% en greint var frá þessum gríðarlega samdrætti í dag. Bílasalan nær yfir 27 aðildarríki evrópusambandsins auk Bretlands, Noregs, Sviss og Ísland.

 Í apríl voru nýsráningar alls 292.180 í þessum löndum fyrstu fjóra mánuðina en í marsmánuði voru þær rúmar átta hundruð þúsund. Þegar aðeins er litið aftur tímann voru nýskráningar í umræddum löndum í desembermánuði einum tæplega 1,3 milljónir.

Þessa þróun má að mestu eða öllu leyti rekja til kórónuverufaraldursins sem olli ferðatakmörkunum og lokunum á evrópskum mörkuðum.  Mesti samdrátturinn í bílasölu var hjá Mazda og Honda en minnstur hjá Toyota, BMW og Volvo.

Alls seldu 15 bílasmiðir rúmlega þrjár milljónir bíla á fyrstu fjóra mánuðina en á sama tíma 2019 seldust rúmlega fimm milljónir bíla. Volkswagen var stærsti söluaðilinn með með 884 þúsund bíla en sömu mánuði í fyrra seldust 1,3 milljónir frá fyrirtækinu.