Fyrsta Nissan hraðhleðslustöðin af 10

Í gær var fyrsta hraðhleðslustöðin af 10 frá Nissan í Evrópu tekin formlega í notkun þegar Nissan Leaf rafbíl Kristbjargar Magnúsdóttur ljósmóður var stungið í samband.

Þessi fyrsta hraðhleðslustöð landsins fyrir rafbíla er við höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélags hennar; Orku náttúrunnar – On, að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Stöðvarnar eru hér komnar að frumkvæði Nissan í Evrópu og BL, innflytjanda og seljanda Nissan bifreiða á Íslandi. Stöðvarnar verða starfræktar í samvinnu On, BL og Nissan í Evrópu við rekstraraðila sem eru Smáralind, Skeljungur, IKEA, Reitir, Olís og N1. Þær verða staðsettar vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið og utan þess í allt að 80 kílómetra fjarlægð frá miðborginni til allra átta.

Á höfuðborgarsvæðinu verður sex hraðhleðslustöðvar að finna auk stöðvarinnar að Bæjarhálsi 1. Þær verða við BL að Sævarhöfða 2, á Miklubraut, í miðbæ Reykjavíkur, í Kópavogi og Garðabæ. Utan höfuðborgarsvæðisins verða stöðvar við verslanamiðstöðina að Fitjum í Njarðvík, í Borgarnesi, á Selfossi og Laugarvatni.