Fyrsti fimm stjörnu pallbíllinn

Niðurstöður nýrrar lotu árekstrarprófana á nýjum bílum hjá Euro NCAP leiðir enn og aftur í ljós hversu nýjustu bílar eru árekstursþolnir því að 11 þeirra 12 bíla sem prófaðir voru reyndust fimm stjörnu bílar. Ford Ranger er fyrsti pallbíllinn nokkru sinni til að hljóta fimm stjörnur.

http://www.fib.is/myndir/Audi-q3.jpg http://www.fib.is/myndir/BMW-1.jpg
Audi Q3
BMW-1.
http://www.fib.is/myndir/Chevrolet-Captiva_2012.jpg http://www.fib.is/myndir/Fiat_freemont.jpg
Chevrolet Captiva.
Fiat Freemont.
http://www.fib.is/myndir/Ford-ranger-2012.jpg http://www.fib.is/myndir/Hyundai-Veloster_2012.jpg
Ford Ranger.
Hyundai Veloster.
http://www.fib.is/myndir/Mercedes-m-2012.jpg http://www.fib.is/myndir/Opel-astra-2012.jpg
Mercedes M. Opel Astra.
http://www.fib.is/myndir/Opel-Zafira_2012.jpg http://www.fib.is/myndir/Lancia-Thema_2012.jpg
Opel Zafira. Lancia Thema.
http://www.fib.is/myndir/Lancia-Voyager_2012.jpg http://www.fib.is/myndir/Toyota-Yaris-2012.jpg
Lancia Voyager. Toyota Yaris.

Nýju fimm stjörnu bílarnir eru Audi Q3, BMW 1 línan, Chevrolet Captiva, Fiat Freemont, Ford Ranger, Hyundai Veloster, Mercedes M-lína, Opel/Vauxhall Astra, Opel/Vauxhall Zafira Tourer, Lancia Thema og Toyota Yaris. Lancia Voyager hlaut fjórar stjörnur.

Árangur Ford Ranger pallbílsins er sú niðurstaða sem mest kemur á óvart að þessu sinni en árangur hans var afar sannfærandi. Þetta er þriðja kynslóð bílsins. Hún var hönnuð hjá Ford í Ástralíu og er mjög stórt skref fram á við hvað varðar öryggi fólksins í bílnum. Fyrirrennarinn sem árekstursprófaður var árið 2008 hlaut þá einungis tvær stjörnur fyrir vernd fullorðinna. Ástæða er til að nefna að fyrir vernd fótgangandi hlaut Rangerinn 81 prósent stiga sem er það hæsta sem pallbíll hefur nokkru sinni náð. Framendi bílsins og vélarhlíf er mjúkt til að draga sem mest úr ákomum á þann sem hugsanlega verður fyrir bílnum. Michiel van Ratingen forstjóri Euro NCAP segir að árekstursvörn þessi, sem og annar árangur Ford Rangers fyrir fótgangendur sé til fyrirmyndar fyrir aðra framleiðendur pallbíla sem og bíla yfirleitt.

Aðrir bílar sem að þessu sinni fengu góða einkunn fyrir vernd fótgangenda (yfir 60% stiga fyrir þennan þátt) voru Mercedes M-línan og Toyota Yaris. Frá og með árinu 2012 verða bílar að ná 60% þeirra stiga sem gefin eru fyrir vernd fótgangandi til að geta hlotið fimm stjörnur. Frá 2012 verða einnig gefin sérstök stig sem ekki hafa áhrif á sjálfa stjörnugjöfina fyrir ýmsan sértækan öryggisbúnað eins og t.d. svonefndan e-Call búnað í bílum sem hringir sjálfvirkt eftir aðstoð ef slys verður. Slíkur búnaður er einmitt í BMW-1 bílnum.

 Af þeim bílum sem nú voru prófaðir voru Fiat Freemont, Mercedes M-línan, Lancia Thema og Voyager með svokallaða „virka“ vélarhlíf sem ætlað er að bæta vernd fótgangandi. Skynjarar í þessum bílum finna þegar högg kemur á þá og þá lyftist vélarhlífin upp til að skapa fjarlægð frá hörðum hlutum undir vélarhlífinni sem þá fær meira svigrúm til að dældast undan líkamsþunga þess sem fyrir bílnum verður. EuroNCAP telur það vissulega vel gert af framleiðendum að leggja fé í hátæknibúnað af þessu tagi en tekur fram að enn sé verulegt svigrúm til að bæta hlutina frekar. Þetta megi ráða af þessu myndbandi.

Bílarnir Lancia Thema, Lancia Voyager og Fiat Freemont eru fyrstu bílarnir sem kalla má áþreifanlegan árangur yfirtöku Fiats á Ítalíu á hinum bandaríska Chrysler. Lancia Thema hlaut fimm stjörnur meðan hinn nýi Voyager town and country hlaut fjórar stjörnur. Voyagerinn hefur þó batnað mjög því síðast þegar hann var prófaður 2007, þá undir nafninu Chrysler Voyager, hlaut hann ekki eitt einasta stig, svo afleitlega stóð hann sig. Þótt hinn nýi Voyager sé miklu öruggari nú vantar samt herslumuninn. Fyrir vernd fullorðinna fékk hann 79% stiga og 67% stiga fyrir vernd barna.

Hins vegar fékk hinn sjö sæta Fiat Freemont, sem hét áður Dodge Journey, fimm stjörnur.

Sjá nánar á www.euroncap.com.