Fyrsti vetrarsnjórinn á höfuðborgarsvæðinu

http://www.fib.is/myndir/AutoSock1.jpg

Fyrsti vetrarsnjórinn sem rís undir nafni féll á höfuðborgarsvæðinu aðfararnótt sunnudagsins og þótt víða sé búið að moka húsagötur og gera leiðir greiðari er ófærð enn víða og þar sem allra veðra er von getur ýmislegt gerst.

Dekkjasokkurinn, hin frábæra norska uppfinning sem nú fæst hjá FÍB hefur runnið út það sem af er mánudeginum, enda hafa margir verið í vandræðum með að komast leiðar sinnar í morgun, en með því að smokka sokknum á drifhjólin er bíllinn sem á keðjum og kemst flest.

Dekkjasokkurinn er til í nokkrum stærðum sem hæfa hjólbörðum flestra fólksbíla. Sokkurinn er ofinn úr mjög sterku gerviefni og gefur ótrúlega gott grip í snjó og hálku. Dekkjasokkurinn hefur verið prófaður rækilega við flestar vetraraðstæður af óháðum aðilum eins og t.d. TUV í Þýskalandi. Þá hefur stærsta bílatímarit í Evrópu; Auto Motor & Sport prófað sokkinn. Með því að smella hér getur þú séð hvernig dekkjasokkurinn dugði blaðamönnum tímaritsins. Dekkjasokkurinn fæst í vefverslun FÍB, hér.