Fyrstu myndir af Model 3 líta dagsins ljós

Um helgina urðu merk tímamót þegar hulunni var svipt af rafbílnum Model 3 sem rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að setja á almennan markað síðar í sumar.

Tesla birti myndir af bílnum á vefsíðu fyrirtækisins sem vakið hefur mikla athygli en margir hafa beðið eftir því að berja bílinn augum.

Í fréttum af þessum viðburði kemur fram að bíllinn mun kosta um 36 milljónir króna og verður spennandi að sjá hvernig markaðurinn bregst við. 

Fram að þessu hefur Tesla verið að selja mest af rafbílum í Bandaríkjunum en salan á þeim hefur dvínað síðustu misseri. Fyrirtækið vonast til að með tilkomu Model 3 muni salan taka kipp upp á við.