Fyrstu tengiltvinnbílum Plug-In-Hybrid frá Jeep

ÍSBAND Jeep umboðið í Mosfellsbæ hefur nú hafið forsölu á fyrstu tengiltvinnbílum Plug-In-Hybrid frá Jeep. Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og „S“ og Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu.

 Áætluð afhending bílanna er í október n.k. og eru þeir hlaðnir búnaði s.s. alvöru fjórhjóladrif með fimm drifstillingum og lágu drifi, bakkmyndavél, rafdrifin leðursæti (Compass) , rafdrifinn afturhleri (Compass), lykillaust aðgengi og ræsing, hiti í stýri og framsætum, 8,4” upplýsingaskjár með íslensku leiðsögukerfi, blindhornsvörn, bílastæðaaðstoð o.mfl.

 Bílarnir eru boðnir á forsöluverði. Jeep Renegade Trailhawk kr. 5.499.000 og Jeep Compass Limited kr. 5.999.000.