Gert verði ráð fyrir gerð vega um Húnavallaleið og Vindheimaleið

Vakin skal athygli á því að Samgöngufélagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögu til þingsályktunar að samgönguáætlun 2019-2033. Þar er óskað eftir að gert verði ráð fyrir gerð vega um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði á tímabili áætlunarinnar. Tilgangur Samgöngufélagsins er að stuðla að sem mestum framförum í samgöngum á og við Ísland, ekki síst á sviði stjórnsýslu samgöngumála

Allt bendir til að um sé að ræða einhverjar arðsömustu samgönguframkvæmdir sem ráðast má í hérlendis, sérstaklega Húnavallaleið og er við það miðað að framkvæmdin verði að mestu eða öllu leyti fjármögnuð utan samgönguáætlunar með sérstökum veggjöldum af þeim sem nýttu sér vegina.  

Nálgast má umsögnina á vef Alþingis á slóðinni https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftirthingum/ferill/?ltg=149&mnr=173

Þess er vænst að þetta verði skoðað með opnum huga á vettvangi sveitarstjórnanna en vegir þessa leið verða sem kunnugt er ekki lagðir nema gert verði ráð fyrir þeim í aðalskipulagi sveitarfélaganna en eðlilegt að þeir verði teknir þar inn ef  Alþingi fellst á að gera ráð fyrir þeim í samgönguáætlun. Miklu skiptir fyrir allt Norðurland og raunar landið allt að leggja megi vegi þessa leið og er öllum sveitarfélögum á Norðurlandi auk fleiri aðila því sent afrit þessa bréfs.

Ýmis gögn eru til sem varða vegagerð þessar leiðir og hefur Vegagerðin t.d. unnið frumdragaskýrslu fyrir Húnavallaleið auk þess sem Leið ehf. lét vinna ýmis gögn þegar óskað var eftir að gert yrði ráð fyrir vegum  þessa leið í aðalskipulag sveitarfélaganna á árunum 2008 til 2010, en undirritaður er fyrirsvarsmaður þess félags.

Þess skal einnig getið að á vefnum www.island.is hefur verið opnaður vettvangur fyrir þá sem kjósa að styðja þessar hugmyndir með því að skrá nafn sitt þar. Má nálgast þessa undirskriftalista á slóðinni http://listar.island.is/Application/Lists

f.h.  Samgöngufélagsins

Jónas Guðmundsson, fyrisvarsmaður

Stytting leiðar