Tilgangur vanrækslugjaldsins er að auka öryggi í umferðinni

Fjöldi til­fella álagðra van­rækslu­gjalda vegna öku­tæk­is sem ekki er fært til lög­bund­inn­ar skoðunar á til­sett­um tíma er hátt í 40 þúsund á ári. Lít­il breyt­ing hef­ur orðið á fjölda álagn­inga þau 10 ár sem kerfið hef­ur verið við lýði, en til­gang­ur van­rækslu­gjalds­ins er að fækka óskoðuðum öku­tækj­um í um­ferðinni. Þetta kemur fram í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa (RNSA) seg­ir gjaldið ekki ná til­gangi sín­um því hægt sé að greiða það án þess að færa öku­tækið til skoðunar á ný. Hef­ur RNSA nú beint þeirri til­lögu til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins að taka til end­ur­skoðunar viður­lög við að van­rækja skoðun­ar­skyldu öku­tækja.

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri FÍB, seg­ir það vera „mjög furðulega ráðstöf­un“ að hægt sé að greiða van­rækslu­gjald án þess að fara með viðkom­andi öku­tæki í skoðun. „Um­ferðin er ekki einka­mál hvers og eins,“ seg­ir hann í um­fjöll­un um mál þetta í Morgu­nblaðinu í dag.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir tilgang vanrækslugjaldsins að auka öryggi í umferðinni. „Umferðin er ekki einkamál hvers og eins og þetta gjald er hugsað sem ákveðin forvörn – forvarnarhlutinn fer aftur á móti fyrir lítið þegar menn geta bara greitt gjaldið án þess að fara með ökutækið í skoðun,“ segir hann og heldur áfram: „Miðað við þetta þá tryggir þetta gjald bara ríkissjóði auknar tekjur en uppfyllir ekki meginmarkmið sitt.“

Nánari umfjöllun um málið á mbl.is má nálgast hér.