GM innkallar 20.000 Cadillac SRX
General Motors inkallar nú um það bil 20,000 Cadillac SRX jepplinga. Bílarnir eru flestir í Kína (tæplega 10 þús.) og Bandaríkjunum (8.800). Innköllunin er vegna hugsanlegs galla í skiptingum.
Bílarnir sem um ræðir eru af árgerðum 2010 og 2011 og voru allir byggðir í verksmiðju GM í Mexíkó. Innköllunin er að frumkvæði GM og byggð á bréflegri kvörtun frá eiganda eins af bílunum sem sagði að bíllinn hefði farið af stað meðan hann var að skipta honum úr P eða Park í D eða Drive og síðan aftur í P. Hann hefði orðið að stöðva bílinn með hemlunum og stöðuhemlinum. Í framhaldinu hefði í nokkrum bílum fundist sá ágalli að barki milli skiptistangarinnar inni í bílnum og sjálfskiptingarinnar var ekki rétt festur. Við leit hjá GM hafa síðan fundist fáeinar fleiri samskonar kvartanir vegna bíla af árgerð 2010. Engar skýrslur um slys vegna hins hugsanlega ágalla hafa hins vegar fundist.