GM og LG í samvinnu um rafbíla

Reuters fréttastofan greinir frá því í morgun að General Motors og kóreska rafeindasamsteypan LG Corp séu komin í samstarf um þróun rafbíla. LG býr yfir mikilli þekkingu á sviði rafgeyma og rafeindatækni.

Líþíum-rafhlöðurnar  í Chevrolet Volt/Opel Ampera eru frá LG og samvinnunnar mun fyrst sjá stað í einmitt þeim bílum, í meira drægi bílanna á rafmagninu. Síðar meir mun þess svo sjá stað í fleiri tegundum og gerðum rafbíla til sölu um heim allan. Samningur GM og LG var undirritaður sl. miðvikudag en vísindamenn og verkfræðingar beggja samningsaðila eru þegar byrjaðir að vinna saman í Detroit og skiptast á þekkingu.

Talsmenn GM höfðu áður staðfest fregnir um að undirbúningur að rafmagns-Cadillac með innbyggðri rafstöð (eins og Chevrolet Volt) væri á lokastigi. Einnig mun undirbúningur að fjöldaframleiðslu raf-smábíls (án innbyggðrar rafstöðvar) vera langt kominn, en þessi smábíll er verður markaðssettur um allan heim.