GM segir upp 10.000 verksmiðjustarfsmönnum

http://www.fib.is/myndir/GM_logo_1.jpg

General Motors hefur varað starfsmenn bílaverksmiðja sinna við því að uppsagnir séu í nánd. Ætlunin nú sé að segja upp 10 þúsund manns. Þriðjungur uppsagnanna verða á heimavelli GM í Bandaríkjunum en tveir þriðju hlutar víðs vegar um heiminn.

GM hafði áður boðað uppsagnir  meðal svokallaðra hvítflibbastarfsmanna og að þeim yrði fækkað um 10 þúsund.

Automotive News segir frá því að strax í þessari viku muni 160 starfsmenn GM í Bandaríkjunum fá uppsagnarbréf og í maímánuði nk. muni 3.400 til viðbótar fá reisupassann.