Góð þróun að eiga sér stað í samsteningu nýskráðra bíla

Færri nýskráningar bíla eru afleiðingar heimsfaraldursins. Meirihluti nýskráðra bíla eru nýorkibílar. Bílaleigur hafa lengstum verið stærstu kaupendurnir en á nú hafa þær á þessu ári ekki keypt neitt í líkingu við það sem áður var og það vegi þyngst. Meðalsala í bílum á ári er í kringum 13-14 þúsund bílar en eins og staðan er núna eru nýskráningar á milli 6-7 þúsund. Við sjáum því fram á dapurt söluár. Þetta er þess sem meðal annars kom fram í máli Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í fréttatíma á RÚV þar sem rætt var um bílasölu hér á landi.

Runólfur segir hins vegar mjög góða þróun að eiga sér stað í samsteningu nýskráðra bíla. Hreinorkubílar, tengiltvinnbíla, og tvinnbílar er orðnir yfir 50% af heildarsölu ökutækja á markaði það sem af er þessu ári. Þetta sé ánægjulegt og aðeins Norðmenn sem standa okkur framar í þeim efnum.

Runólfur sagðist sjá mikil tækifæri felast í þessu því Ísland sé frumframleiðsluland þegar kemur að raforku, hreinum endurnýjarlegum orkugjafa. Bílaframleiðendur leggi enn meiri áherslu á framleiðslu rafbíla.

Viðtalið við Runólf Ólafsson í heild sinni má nálgast hér.