Góða sala í Tesla í Kína

Þrátt fyrir erfitt umhverfi í bílaiðnaðinum um heim allan getur bandaríski bílaframleiðandinn Tesla verið ágætlega sáttur við sinn hlut. Bílar fyrirtækisins hafa selst vel víða um heim það sem af er þessu ári.

Mikil eftirspurn er eftir Model 3 tegundinni frá Tesla en í júní mánuði einum seldust tæplega 15 þúsund bifreiðar í Kína. Það er um 35% aukning á milli mánaða samkvæmt kínverksu bílasamtökunum. Í maí seldust 11 þúsund Model 3 bifreiðar í Kína og í apríl 3.635 svo salan hefur farið jafnt og þétt farið upp á við.

Sömu sögu er að segja frá Evrópu en þar hefur bíllinn verið að seljast afar vel. Fyrstu sex mánuði ársins seldust 465 Tesla bílar hér á landi sem gerir um 11% hlutdeild.

Bandaríski bílaframleiðandinn hyggst færa úr kvíarnar á næstunni ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir. Áform eru uppi um byggingu nýrrar verksmiðju í suðurvesturhluta Bandaríkjanna á þriðja ársfjórðingi að talsmanna Tesla. Viðræður hafa verið í gangi við embættismenn í Texas og Oklahoma og er Tesla bjartsýnt á jákvæðar niðurstöður á næstunni.