Grænlendingar vilja risajarðgöng

http://www.fib.is/myndir/Nuuk-1.jpg
Í Grænlandi eru nú hugmyndir uppi um 15 km löng veggöng yfir þveran Góðvonarflóann sem höfuðstaðurinn Nuuk stendur við. Hugmyndin um þessi veggöng sem yrðu lengstu og dýpstu neðansjávargöng í veröldinni er uppi í tengslum við aðra stórbrotna hugmynd – þá að gera mikinn alþjóðaflugvöll hinum megin við Góðvonarflóann. Ef flugvöllurinn verður að veruleika eru göngin nauðsynleg tenging milli hans og höfuðstaðarins. Ritzau fréttastofan greinir frá þessu.

Grænland er nánast allt hulið jökli og byggð er mjög strjál og einungis við strendur. Íbúar landsins eru aðeins um 55 þúsund. Vegakerfi milli strjálla byggða er nánast ekkert og bílar eru fáir. http://www.fib.is/myndir/Nuuk.jpg

Lengstu neðansjávargöng sem nú fyrirfinnast í heiminum eru í Japan. Þau eru tæplega 10 km löng. Í noregi er verið að grafa neðansjávargöng um þessar mundir sem tekin verða í notkun árið 2007. Þessi göng verða þau dýpstu hingað til – 287 metrum undir sjávaryfirborði.