Greiðslustöðvunarbeiðni Saab hafnað í gær

Héraðsdómur Vänersborgarléns í Svíþjóð hafnaði í gær greiðslustöðvunarbeiðni Saab. Forstjórinn og aðaleigandinn Victor Muller ætlar að kæra úrskurðinn á mánudagsmorgun til yfirréttar. Starfsfólk Saab hefur ekki fengið laun sín greidd og munu stéttarfélög þess líklega að leggja inn gjaldþrotabeiðni á þriðjudaginn ef áfrýjunarréttur staðfestir höfnunarúrskurð héraðsdómsins.

Með því að leggja inn gjaldþrotakröfu virkja stéttarfélögin sænska launatryggingasjóðinn og fær starfsfólkið þá laun sín greidd nánast strax. Svipað hefði líka gerst ef rétturinn hefði samþykkt greiðslustöðvunina. Atburðarásin er þannig komin á lokastig. Úrslitastundin nálgast. Takist Victor Muller ekki að útbúa þau gögn um helgina sem þarf til að sannfæra áfrýjunardómstólinn á  mánudag er saga Saab líkast til á enda.