Gríðarleg aukning í sölu rafbíla í Kína

Sala á raf- og tvinnbílum í Kína hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Á árunum 2013-2017 jókst salan á þeim gríðarlega eða um 2000%. Þessi gífurlega aukning er rakin til aðgerða kínverska yfirvalda sem hvatt hafa þá sem eru í bílahugleiðingum að íhuga alvarlega kaup á raf- og tvinnbílum af umhverfissjónarmiðum.

Mengun er hvergi meiri en í Kína og leita stjórnvöld allra ráða til að minnka hana með öllum tiltækum hætti. Til að ýta ennfremur undir söluna hefur framboð á raf- og tvinnbílum aukist til muna. Val möguleikarnir eru meiri, verðið hefur lækkað, og því hefur hópur áhugasamra sem hefur ráð á þessu kaupum stækkað.

Vöxtur í sölu raf- og tvinnbíla hefur verið öllu stöðugri í Bandaríkjunum en árið 2017 nam salan 1,1% af sölu nýrra bíla. Heildarsala raf- og tvinnbíla í Kína var um 550 þúsund bílar árið 2017 en á sama tíma seldust um 200 þúsund bílar sömu gerðar í Bandaríkjunum.

Að framansögðu er ljóst að þegar kemur að sölu á raf og tvinnbílum er skiptingin mjög ólík á milli þessara landa. Í Kína eru til að mynda seldir fjórfalt fleiri rafbílar heldur en tvinnbílar. Í Bandaríkjunum í skiptingin nánast jöfn.