Hæsta endurkrafan 5,5 milljónir

End­ur­kröfu­nefnd samþykkti á síðasta ári í 134 mál­um af 149 að vá­trygg­inga­fé­lög ættu end­ur­kröfu­rétt á hend­ur tjón­völd­um sem höfðu valdið tjóni „af ásetn­ingi eða stór­kost­legu gá­leysi,“ eins og það er orðað í um­ferðarlög­um.

Flest mál­anna voru vegna ölv­un­ar eða lyfja­áhrifa tjón­valds, en einnig vegna rétt­inda­leys­is, ofsa- eða hættuakst­urs, van­búnaðar öku­tæk­is. Þá var í þrem­ur mál­um um að ræða bein­an ásetn­ing öku­manns um að valda tjóni. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá nefnd­inni varðandi síðasta starfs­ár. Umfjöllun um málið kemur fram á mbl.is.

Þá kemur fram í umfjöllun mbl.is að fjöldi mála jókst tals­vert milli ára, en árið 2017 bár­ust nefnd­inni 94 mál og voru þar af samþykkt 82 þeirra að öllu eða ein­hverju leyti. Á síðastliðnum fimm árum, þ.e. á ára­bil­inu 2014 til 2018, var meðal­fjöldi nýrra mála, sem bár­ust end­ur­kröfu­nefnd, 119 á ári.

Hæsta ein­staka end­urkraf­an í fyrra var 5,5 millj­ón­ir, en tvær næstu 5 millj­ón­ir. Sam­tals 53 end­ur­kröf­ur fyr­ir meira en hálfa millj­ón og var sam­tals upp­hæð end­urkraf­na á síðasta ári 105 millj­ón­ir. Á ár­inu 2017 námu hins veg­ar samþykkt­ar end­ur­kröf­ur alls tæp­um 66 millj­ón­um króna.