Hættulegir pallbílar

http://www.fib.is/myndir/Euroncap-logo.jpg
Samkvæmt nýgerðu árekstursprófi EuroNCAP er ljóst að bílaframleiðendur leggja minna upp úr því að gera pallbíla örugga í árekstrum en aðra bíla sína. Stofnunin hefur nú árekstursprófað þrjár tegundir vinsælla pallbíla. Aðeins einn – Mitsubishi L200 - er viðunandi öruggur með fjórar stjörnur, Isuzu D-Max er slæmur með aðeins tvær stjörnur og aðra gegnumstrikaða, og sá þriðji – Nissan Navara er talinn beinlínis lífshættulegur með eina stjörnu og hana gegnumstrikaða. Gegnumstrikunin táknar að óviðunandi mikil hætta sé á því að týna lífinu í bílnum í árekstri.

EuroNCAP hefur hingað til ekki árekstursprófað pallbíla en með vaxandi vinsældum þeirra í Evrópu sem heimilis- og fjölskyldubíla hefur stofnunin ákveðið að taka þá jafnhliða öðrum fólksbílum. Niðurstaðan nú er talsvert hrollvekjandi og árangur Nissan Navara er sá versti í 11 ára sögu EuroNCAP sem árekstursprófað hefur yfir 300 nýja bíla á tímabilinu. Evrópusambandið hefur hingað til ekki krafist þess af bílaframleiðendum að þeir árekstursprófi pallbílana. Sú krafa nær einungis til bíla sem skilgreindir eru sem fólksbílar. Pallbílarnir hins vegar eru skilgreindir sem vinnu- og flutningabílar.

Árangur Mitsubishi L200 er langbestur og fjórar stjörnur af fimm telst vel viðunandi árangur. L200 er auk þess sá eini þessara þriggja pallbíla sem hefur ESC stöðugleikabúnað sem staðalbúnað. Sjá nánar um þetta á heimasíðu EuroNCAP.


http://www.fib.is/myndir/Nissan-Navara.jpgFólksrýmið aflagast við árekstur á 64 km hraða. Burðargrindin í bílnum brotnaði og brot úr henni gekk langt inn í fótrými ökumanns. Fótrýmið aflagaðist og olíugjöfin gekk 20 sm inn á við. Mikil hætta er á brotum á öklum og sköflungsbeinum. Mælaborðið hefði valdið meiðslum og brotum á hnjám og lærleggjum ökumanns og farþega og ákoma er á brjóstkassa ökumanns. Höfuð farþegans rykktist lífhættulega mikið aftur í árekstrinum. Loftpúðar og beltastrekkjarar brugðust of seint við og skynjarar í höfði ökumannsbrúðunnar benda til lífshættu fyrir ökumann í árekstri. Nissan hefur tilkynnt EuroNCAP að Nissan Navarabílarnir verði innkallaðir í kjölfar árekstursprófsins. EuroNCAP hefur tilkynnt að endurbættur Nissan Navara verði árekstursprófaður á næstunni og ræður kaupendum frá að festa kaup á bíl af þessari tegund og gerð þangað til.

http://www.fib.is/myndir/Mitsubishi-L200.jpg

Vörn fyrir brjóstkasssa er full veik. Ástæðan gæti verið sú að loftpúði og öryggisbelti vinni ekki nægilega vel saman. Fótarýmið skemmdist en yfirbyggingin reyndist traust. Mælaborðið gæti valdið meiðslum á hnjám og lærum hjá ökumanni og farþega.
Viðunandi árangur fyrir bíl af þessu tagi. ESC stöðugleikabúnaður er staðalbúnaður sem getur forðað slysum.

http://www.fib.is/myndir/Isuzu-DMAX.jpg

 

Yfirbygging aflagast og lífhættulegar ákomur mældust á hnakka og bringu.