Hafin verður gjaldtaka fyrir rafbíla á hleðslustöðvum Reykjavíkurborgar

Um­hverf­is- og heil­brigðisráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að haf­in verði gjald­taka fyr­ir hleðslu raf­bíla og ten­gilt­vinnraf­bíla á hleðslu­stöðvum Reykja­vík­ur­borg­ar í miðborg­inni. Til­laga um þetta kom frá skrif­stofu um­hverf­is­gæða.

Um­hverf­is- og skipu­lags­svið mun út­færa gjald­skrá. Fram kem­ur í til­lög­unni að ýms­ar leiðir séu til gjald­töku, þar á meðal gjald fyr­ir kíló­vatt­stund, gjald fyr­ir tíma í hleðslu­stæði eða áskrift.

Sett­ar voru upp hleðslu­stöðvar á 13 stöðum í miðborg­inni árið 2018. Hleðslan hef­ur verið gjald­frjáls en not­end­ur hafa greitt í stöðumæli að lokn­um 90 mín­út­um og greitt fyr­ir af­not af bíla­stæðahús­um.