Hafist verði handa við gerð stokks á Miklubraut

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að hefja undirbúning að gerð neðanjarðarstokks á Miklubraut til borgarráðs. Borgarstjóra er falið að leita þegar í stað eftir samstarfi við ríkið og verði meðal annars skoðað hvort hagkvæmt sé að vinna verkið í einkaframkvæmd. Þetta kemur fram á mbl.is.

Fram kemur í viðtali við borgarstjóra að honum finnist þessi tillöguflutningur til marks um það að þeir vilji verða með í þessu máli. Það er jákvætt að eindrægni og samstaða sé um það.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðiflokksins, sem flutti tillöguna, segir í samtali við mbl.is að  sjálfstæðismenn fagni því að borgarstjóri hafi tekið vel í tillöguna og samþykkt að vísa henni til borgarráðs í trausti þess að meirihluti sé alvara að vinna í málinu.

Nánar má lesa um málið hér.