Hálendishandbókin – 40% afsláttur

 

 Hálendishandbókin á sérstöku tilboði til FÍB félaga.  Tilboðsverðið er 3.000 krónur en bókin kostar annars 4.980 krónur.  Hægt er að kaupa bókina með því að fara inn á vefverslunina hér á síðunni og hana má einnig nálgast á skrifstofu FÍB í Borgartúni 33, Reykjavík.

 

Hálendishandbókin er sérstaklega vel gerð bók og í rauninni algjör nauðsyn þeim sem ferðast um hálendi Íslands. Í henni eru greinargóðar lýsingar í myndum og máli á velflestum ökuleiðum um hálendið og gönguleiðum út frá þeim.  Hálendishandbókin er ætluð öllum þeim sem hafa gaman af að ferðast um hálendið og vilja kynnast afkimum og fjársjóðum íslenskrar náttúru.

Í bókinni koma fyrir almenningssjónir myndir og leiðsögn um fáfarnar slóðir í eyðibyggðum, fornar heiðaleiðir sem nú eru aflagðar. Má í þessu samhengi nefna staði eins og Hrafnholuveg Elísar Kjarans milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, Vaðlavík og Viðfjörð á Austfjörðum, Þakgil í Mýrdal og fleiri staði.

Í leiðsögn bókarinnar er lagt til grundvallar að akstur á fjöllum sé hluti af alhliða útivist og náttúruskoðun en minni áhersla lögð á seinfarnar leiðir til að aka akstursins vegna. Gönguleiðir, náttúruperlur og sögufrægir staðir er það sem laðar okkur til fjalla.

Mjög margar ljósmyndir eru í bókinni og þar af nokkrar eftir Pál Stefánsson sem getið hefur sér gott orð á þessu sviði.

Bókin er prýdd fjölda glæsilegra ljósmynda af hálendinu, innheldur kort í ýmsum stærðum og full af fróðleik. 

Með bókinni fylgir geisladiskur með myndskeiðum af 80 vöðum á hálendinu.  

Hálendishandbókin eykur ánægju allrar fjölskyldurnar af ferðalögum.

Ómissandi handbók í jeppann!