Helmingi fleiri nýir bílar

http://www.fib.is/myndir/Bilafloti.jpg

Mikill uppgangur hefur verið í sölu nýrra bíla það sem af er árinu Rétt undir helmingi fleiri bílar, eða 46,8 prósent fleiri, voru nýskráðir fyrstu 50 daga ársins en á sama tíma billi í fyrra. Þetta má lesa úr samantekt Umferðarstofu.

Alls hafa rúmlega 4.100 ökutæki verið nýskráð á fyrstu 50 dögum ársins. Það er tæplega helmingi fleiri bílar en á sama tíma í fyrra. Það er því ljóst að þjóðin lætur ýmsa váboða samdráttar, verðbólgu og atvinnuleysis lítið á sig fá.

Þegar skoðað er hverskonar bílar það eru sem nýskráðir hafa verið má sjá að gríðarhátt og síhækkandi eldsneytisverð hefur heldur ekki haft afgerandi áhrif á val bílakaupendanna því að mjög margir nýju bílanna eru jeppar og um 11% þessara nýskráðu bíla eru mjög dýrir og eldsneytisfrekir bílar af Toyota Land Cruiser og Range Rover gerðum. Reksturskostnaður slíks bíls á ári getur hæglega numið þremur milljónum króna (eldsneyti, viðhald, verðrýrnun, vaxtakostnaður o.fl).