Helmingur bifreiða drifnir áfram með bensíni

Eftir tvö metár í nýskráningum bifreiða, lækkaði hlutfall nýrra fólksbifreiða verulega árið 2018. Heildarfjöldi nýskráðra fólksbifreiða nam 17.967, eða tæplega 16% færri en árið 2017. Séu nýskráningum atvinnubifreiða bætt við, var heildarfjöldi nýskráðra bifreiða liðlega 20 þúsund og lækkaði hlutfallslega um 14,6%.  

Nýskráðar atvinnubifreiðar (sendi-, vöru-, og hópbifreiðar) voru 2.449 árið 2018, 57 bifreiðum eða 2,3% færri en á árinu áður . Samdrátturinn á milli ára er því verulegur eftir mikinn vöxt undanfarin ár.

• Alls voru nýskráðar 1.917 nýjar sendibifreiðir árið 2018 og 548 notaðar.

• Alls voru nýskráðar 109 nýjar hópbifreiðar og 71 notaðar.

• Alls voru nýskráðar 425 nýjar vörubifreiðar og 322 notaðar. Staða bílaleiga var mikið til umræðu síðastliðið ár, en umsvif bílaleiga hafa farið minnkandi undanfarin ár með tilliti til nýkaupa bíla. Sést það vel á tölunum um nýskráðar bifreiðar, þar sem hlutur bílaleiga hefur verið um helmingur nýskráðra bifreiða síðastliðin ár.

Ökutækjum á Íslandi fjölgar áfram

Skráðum ökutækjum á Íslandi hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár, árið 2011 voru skráð ökutæki alls 298.698. Árið 2018 var sú tala komin í 382.205 ökutæki, rúmlega 83 þúsund ökutæki hafa því bæst við bílaflotann á tímabilinu. Samanborið við fyrra ár nam aukningin 4,2% en frá 2011 nemur aukningin 28% í heildina.

Bílar drifnir áfram með bensíni eru eftir sem áður í meirihluta eða rétt ríflega helmingur allra skráðra bifreiða. Skráðum bensínbílum fækkaði þó á milli áranna 2017 og 2018, á meðan díselbílum og tvíorkubílum fjölgaði.