Hert viðurlög við notkun farsíma í akstri á Bretlandseyjum

Frá og með 1. mars tóku í gildi nýjar og hertar reglur við notkun farsíma undir stýri á Englandi, Skotlandi og Wales.

Ökumenn í þessum löndum, sem ekki nýta sér handfrjálsan búnað við notkun farsíma, standa nú frammi fyrir mun harðari viðurlögum en áður.

Við fyrsta brot nemur sektin 27 þúsund krónum og sex refsistig færast í ökuferilsskrá.

Við endurtekið brot hækkar sektin í 130 þúsund krónur og ökuleyfissviptingu í sex mánuði

Nýju lögin miða að því að ökumenn noti ekki farsíma án handfrjálsbúnaðar meðan á akstri stendur. Í könnun sem gerð var opinber fyrir skemmstu viðurkenndu 11 milljónir ökumanna að hafa talað í síma á síðustu tólf mánuðum.

Fimm milljónir ökumanna voru á sama tíma myndaðir við notkun á farsíma undir stýri, langflestir á aldrinum 17-24 ára.