Hlutdeild einstaklinga í nýskráningum hefur vaxið

Í marsmánuði voru alls 1.165 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 5,3% færri en í sama mánuði 2019. Hafa nú alls 2.784 bílar verið nýskráðir frá áramótum, 317 færri en á sama tímabili í fyrra og nemur samdrátturinn 10,2 prósentum. 

Bíla­leig­ur lands­ins ný­skráðu 211 fólks- og sendi­bíla í mars, 57% færri en í sama mánuði 2019. Það sem af er ár­inu hafa leig­urn­ar ný­skráð 601 fólks- og sendi­bíl, tæp­um 46,8% færri en fyrstu þrjá mánuði árs­ins miðað við sama tíma­bil í fyrra þegar ný­skrán­ing­arn­ar voru 1.129.

Sé litið til meg­in­markaðanna þriggja, það er ein­stak­lings­markaðar, fyr­ir­tækja­markaðar og bíla­leigu­markaðar, hef­ur hlut­deild ein­stak­linga í ný­skrán­ing­um fólks- og sendi­bíla vaxið um 23,9% það sem af er ár­inu. Alls hafa ein­stak­ling­ar keypt 1.524 nýja fólks- og sendi­bíla á ár­inu sam­an­borið við 1.230 á sama tíma­bili 2019,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá BL um bíla­söl­una í mars­mánuði.

 

 

01 Sala Umboðanna Mars20

Nissan